Thursday, April 28, 2011

Bloggleysi og ástæða

Er sko ekki hætt að setja hér inn ástæðan að ekkert hefur komið núna undanfarið að ég er að gera alsherjar fyrir og eftir breytingu á eldhúsinu mínu, og var löngu komin tími á það en myndir af þú munu koma á næstunni, þar sem ég sýni gamla eldhúsinnréttingu öðlast "ferskara" líf :)

Sunday, April 10, 2011

Gamalt borð...



Það er nú því miður engin fyrirmynd af þessu borði. EN þetta borð er frá afa og ömmu mannsins míns. Það er úr dökkum við var mjög illa farið rispur og skörð út um allt á því og það var nánast farið á haugana. EN... galdrar geta gerst með hvítu spreyji og grunni. Spreyið lak að vísu þannig að það skildi eftir sig tauma sem ég pússaði svo svo upp og æltaði að spreyja aftur. en mér þótti borðið svo sjarmerandi svona uppeytt að ég ákvað að halda þei stíl :)

Ég notaði juðara til að pússa upp.

einföld lausn á lampaskermi

Það vnataði alveg áklæðið á þenna skerm en samt svo fallegur að öllu öðru leyti




Blúndugardínukappi


hvítur satínborð


smá saumaskapur
















                                                   Hér er svo útkoman ég saumaði í raun bara hliðar saman og svo kant að ofan fyrir borðan. Dró svo saman að ofan, Gæta þarf þess að efnið sé ekki mikið lengar en breiðasti hluti af skerminum.

Friday, March 25, 2011

Efnisbúturinn frá ömmu Guðnýju heitinni...:)

Neðar á síðunni sjáið þið nálapúða sem ég gerði úr afgöngum og þar kemur einnig efnibúturinn frá ömmu við sögu, hérna er þó verkefnið sem hann fór mest allur í..
Fékk þennan stól gefins og langaði til að gefa honum smá ferskleika..



ég pússaði












grunnaði....











og svo spreyjaði....






Já með gullspreyji og útkoman varð þessi konungborni stóll :) Ég hafði nú ekki hugsað mér að hafa fleiri svona en þessi mun skarta sínu fegursta í hjónaherberginu þegar það er komið í stand :)

Wednesday, March 23, 2011

Vá allt of langt síðan síðast... en mörg járn í eldinum og hér kemur eitt þeirra

Þessa skál og þetta glas keypti ég í nytjamrkaðnum hér á Selfossi, minni að þetta hafi kostað um 250 kr samtals












GOtt lím...



Grunnur...





Og æpandi sítrónugult sprey frá henni Dúddu minni.....







Ta tamm.... ekki nýtt undir sólinni og margir að gera marslags svona diska á fæti en mér finnst þetta skemmtileg hugmynd fyrir utan hvað hún er falleg :)

Já einhverjir hafa átt í vandræðum með að commenta en það geta allir commentað þurfa ekki að vera skráðir inn bara haka í name og þá er hægt að commenta.. takk fyrir :)

Sunday, March 6, 2011

Endurnýting punktur is......

Þessir dósar hrannast hratt upp á mínu heimili og ég hef ekki áður séð mér fært að nýta þær hef oftast hent þeim jafn óðum, en þar sem ég er að koma mér fyrir í föndu"herberginu" mínu ákvað ég að það vær hægt að nýta þær þar ;)






















                                         Gul málning og svo blúndur og merkimiðar sem ég útbjó til að merkja
                                         hvað er í hverri. Mér finnst þær mikið krúttlegri og glaðlegri núna :)

Saturday, March 5, 2011

Ávaxtakassi úr Bónus....


Ákvað að nýta þennan kassa sem ég notaði undir matvörurnar um daginn þegar ég sá að það var orðið offramboð af höldupokum á heimilinu.  Hann hýsti matvörurnar mínar á leiðinni heim og....
........
.........























Nú þjónar hann bókakassa í herberginu hjá eldri stráknum mínum, Efnið er sængurver sem ég keypti á lsikk í Nytjamarkaðnum hér á Selfossi svo notaði ég föndulím til að festa efnið sem ég fékk í europris makaði því vel á allar hliðar og festi þétt.


Ég mun örugglega gera annan svona fyrir yngir drenginn minn:)

Sunday, February 27, 2011

Gamall rafmagnsvír.......

Þessi gamli rafmagnvír kemur úr húsinu okkar. Ég ákvað að hirða hann þegar var verið að spipta um fyrir um ári síðan, en vissi svosem ekkert hvað ég ætlaði að gera við hann.....
.....



















Þar sem miklar pælingar eru varðandi hjónaherbergið okkar og í raun ekkert búið að gera við það síðan við fluttum inn ákvað ég að búa til veggskraut sem mundi prýða vegginn þar:)

Tuesday, February 22, 2011

Nýt verkefni....

Korktöflur eru aldeilis vinsælar núna í föndur heimum og er ég búin að breyta einni sem sést hérna neða þar sem ég sýni skartgripasnaga úr skákmönnum, en mig langaði að prófa að mála eina og hafa hana pínu crazy í flottum litum í föndurherbergið mitt sem ég er í óða önn að koma í standið ;)






Uglur finnst mér æðislega sætar og eins shevron mynstrið sem er í bakgrunni...





Svo þegar taflan verður orðin snjáðari eftir notkun ætla ég að smella þessari blúndu yfir :)

Monday, February 14, 2011

Hún elsku amma mín heitin...

Hún amma mín heitin Guðný er mér mikill innblástur í þessari síðugerð því hún gerði svo sannarlega allt út engu og var mjög útsjónarsöm og úrræðagóð :)
Þessi efnisbútur kemur frá henni og ég veit ekki alveg af hverju hann er og ég hef verið að velta því fyrir mér í allnokkurn tíma í hvað ég ætti að nota hann því mér finnst efnið svo svakalega fallegt, Þetta er í raun afklippa af honum og ég kem með mynd síðar þar sem þið sjáið hvað hann fór mest allur í en í þessu verkefni notaði ég "afganga" . Hér sjáið þið ramma af myndaramma (vantaði glerið í hann og bakhliðina), afgangsefnisbút, afklippur af korktöflu, og bólsturhnappa.




Nálapúði Ég er að útbúa mér fönduraðstöðu og hann prýðir nú veggin þar.
Ég skar korktöflubútana niður og mótafi eftir rammanum og límdi saman, setti tróð og svo efni yfir og svo bólstuhnappin í miðjuna sem gefur þessi smá vídd ;) ég límdi svo púðan inn í ramann með límbyssu.

Sunday, February 13, 2011

Aðeins meira af skákmönnunum frá pabba.....

VIð vorum að fara í 25 ára afmæli hjá fósturbróður mínum og mér langaði að gefa honum eitthvað spes og sem lýsti honum vel...
Þarna sjáum við hrók, gardínulykkju, leðurband og gullpenna










Ég boraði ofan í hrókinn og skrúfaði lykkjuna í, setti bandið í gegn og skrifaði á hrókinn "Alls fagnaðar" og glöggir lesendur fatta að þetta´þýðir í raun "hrókur alls fagnaðar" Ég er nokkuð ánægð með útkomuna ;)

Tuesday, February 8, 2011

Þessa gömlu taflmenn átti pabbi minn en honum voru gefnir þeir þegar hann var strákur, Í gegnum tíðina hefur einn og einn týnst og því hafa þeir ekki þjónað sínu rétta hlutverki í langan tíma.
Þannig ég tók mig til og ættleiddi þá...........
.........


Smá lím og teiknibólur og þeir eru þessir fínu skartgripahengi á flottu korktöflunni.. ég veit allavega að drottningunni leiðist það ekkert ;)...

Monday, February 7, 2011

Allt nýtt skal ég segja ykkur;) Og blúndan sem ég notaði til að mála yfir krukkurnar...

Ég klippti blómin út og málaði báðu megin svo þau yrðu stíf, þarna til hliðar sjáið þig segla sem ég tók úr tuskudýri sem var búin að prýða ísskápinn minn of lengi og löngu komin á tíma

Og voila ísskápsseglar sem mér finnst bara nokkuð sætir ;)

Afgangskertin frá Jólunum


Braut notaði lengstu kertin í miðjuna á krukkunum fyrir kveik. Bræddi hin niður í potti og hellti í krukkurnar ;)

Lagði blúndurnar yfir krukkurnar og málaði og fékk þetta fína munsut leyfði einni krukkunni að hafa blúnduna og það kemur líka fínt út. Bara kósí ;)