Monday, February 14, 2011

Hún elsku amma mín heitin...

Hún amma mín heitin Guðný er mér mikill innblástur í þessari síðugerð því hún gerði svo sannarlega allt út engu og var mjög útsjónarsöm og úrræðagóð :)
Þessi efnisbútur kemur frá henni og ég veit ekki alveg af hverju hann er og ég hef verið að velta því fyrir mér í allnokkurn tíma í hvað ég ætti að nota hann því mér finnst efnið svo svakalega fallegt, Þetta er í raun afklippa af honum og ég kem með mynd síðar þar sem þið sjáið hvað hann fór mest allur í en í þessu verkefni notaði ég "afganga" . Hér sjáið þið ramma af myndaramma (vantaði glerið í hann og bakhliðina), afgangsefnisbút, afklippur af korktöflu, og bólsturhnappa.




Nálapúði Ég er að útbúa mér fönduraðstöðu og hann prýðir nú veggin þar.
Ég skar korktöflubútana niður og mótafi eftir rammanum og límdi saman, setti tróð og svo efni yfir og svo bólstuhnappin í miðjuna sem gefur þessi smá vídd ;) ég límdi svo púðan inn í ramann með límbyssu.

No comments:

Post a Comment